Varpútbreiðsla skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019

Nú er kominn út önnur skýrsla á skömmum tíma um skúm út hjá Náttúrustofunni en þessi skýrsla segir frá varpútbreiðslu skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019. Í kjölfar kortlagningar á varpútbreiðslu skúms á Breiðamerkursandi sumarið 2018 sem unnin var við stofuna í samstarfi við Fuglaathugunarstöð Suðausturlands og sýndi fram á mikla fækkun […]

The post Varpútbreiðsla skúms í Ingólfshöfða, Salthöfða og á Skeiðarársandi sumarið 2019 appeared first on Nattsa.is.

Varpárangur skúms á Breiðamerkursandi og í Öræfum sumarið 2019

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands sem greinir frá mælingum á varpárangri skúms á Breiðamerkursandi og í Öræfum sumarið 2019. Skúmi hefur verið að fækka á Íslandi og taldar líkur á að slæmur varpárangur eigi að hluta til þátt í því. Metinn var varpárangur 30 hreiðra á Breiðamerkursandi og í Öræfum og af […]

The post Varpárangur skúms á Breiðamerkursandi og í Öræfum sumarið 2019 appeared first on Nattsa.is.

Landsjöklaskrá

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, er grein eftir Hrafnhildi Hannesdóttur, Odd Sigurðsson, Ragnar H. Þrastarson, Snævarr Guðmundsson, Joaquín M.C. Belart, Finn Pálsson, Eyjólf Magnússon, Skúla Víkingsson og Tómas Jóhannesson þar sem kynnt er skráning íslenskra jökla.  Í skránni eru tekin saman gögn um útbreiðslu jökla frá nokkrum rannsóknahópum og nemendaverkefnum. Þar […]

The post Landsjöklaskrá appeared first on Nattsa.is.

Fugladagurinn 2021

IMG 3960Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var að þessu sinni haldinn 1. maí, fjara var á þægilegum tíma og mæting við leirurnar á Norðfirði var kl. 10:30 og á Reyðarfirði klukkan 11:30

Mjög fáir mætti á Norðfirði, eða 10 fyrir utan starfsmenn Náttúrustofunnar. Því miður fóru tryggir fuglaskoðarar sem ekki hafa látið sig vanta í mörg ár á mis við tíma og fóru því í sína eigin fuglaskoðun fyrr um morguninn. Skyggni var þokkalegt, háskýjað og úrkomulaust en svalt og hvessti fljótlega úr norðaustri og þar sem alda var nokkur sást ekki vel út á fjörðinn. Þrátt fyrir góðan klæðaburð entust menn ekki lengi í garranum.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á Austurlandið og hending að þær sjáist í svo stuttri athugun. Alls sáust 22 tegundir á Norðfirði sem er nokkru færra en oft áður. Á leirunum, í höfninni og í fjarðarbotninum sáust eftirfarandi tegundir: grágæs, rauðhöfði, stokkönd, æður, hávella, tjaldur, sandlóa, sendlingur, stelkur, tildra, hettumáfur, sílamáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, kría, og þúfutittlingur. Í graslendi ofan og innan við leirurnar sáust til viðbótar urtönd, jaðrakani, heiðlóa, hrossagaukur, skógarþröstur og hrafn.

Á Reyðarfirði mættu 16 manns. Veður var ágætt, breytileg gola, skýjað og hiti 1-2 °C. Alls sáust 33 tegundir á Reyðarfirði sem er í meira lagi. Tegundir sem sáust eða heyrðist í voru:skógarþröstur, hettumáfur, grágæs, stelkur, heiðlóa, heyrt í músarrindli, silfurmáfur, hettusöngvari, kría, sendlingur, stokkönd, hrafn, bjargdúfa, teista, urtönd, fýll, æður, hávella, svartbakur, skúfönd, tjaldur, bjartmáfur, rauðhöfðaönd, sílamáfur (sást áður en ferð hófst), toppönd, gargönd, heiðagæs, hrossagaukur, jaðrakan, sandlóa, tildra, maríuerla og himbrimi auk eins landsels.

Hjá Ferðafélagi fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands eru til upplýsingar um þennan skipulagða viðburð frá árinu 2002. Til gamans má geta að dagurinn hefur verið haldinn á tímabilinu 1.maí – 12.maí ár hvert og vorum við því í fyrra fallinu í ár. Algengast er að fugladagurinn sé þegar liðin er vika af maí, en tímasetning viðburðarins stjórnast af flóði og fjöru. Flestar tegundir fugla sáust árið 2015 á Reyðarfirði, samtals 37 tegundir en fæstar árin 2012 og 2016 á Norðfirði, einungis 17 tegundir bæði árin.

 

 

 

Nýsköpunarverkefni á vegum Náttúrustofu Suðausturlands fékk 8.5 milljóna styrk

Fyrir nokkru úthlutaði Loftslagssjóður styrkjum í verkefni ársins 2021 en hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni sem lúta nýsköpun á sviði loftslagsmála og kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Nýtt verkefni Eitt þeirra nýsköpunarverkefna sem fékk styrk […]

The post Nýsköpunarverkefni á vegum Náttúrustofu Suðausturlands fékk 8.5 milljóna styrk appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni