Náttúrustofuþing samtaka náttúrustofa (SNS) verður haldið í Bolungarvík 2. október 2024

Gestgjafar þingsins að þessu sinni eru Náttúrustofa Vestfjarða í samvinnu við Samtök Náttúrustofa (SNS). Þingið verður opið almenningi og gefst gestum tækifæri á að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa […]

The post Náttúrustofuþing samtaka náttúrustofa (SNS) verður haldið í Bolungarvík 2. október 2024 appeared first on nave.is.

Nýr starfskraftur hjá NNv

Nýr starfskraftur hjá NNv

Í byrjun þessa mánaðar var Rakel Þorbjörnsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Rakel er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem og diplómu í Fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Verkefni hennar verða ýmis rannsóknarverkefni sem og önnur verkefni sem til falla. Aðstaða Rakelar verður í aðalstöð NNv á Sauðárkróki. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í teymið okkar!

Gróðurvöktun í Mjóadal

Dagana 13.-14. ágúst skruppu starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands í gróðurathugun í Mjóadal í Þingeyjasveit.   Mjóidalur er eyðidalur sem liggur í hálendisbrúnum Þingeyjasveitar inn af Bárðardal í um 400 m hæð. Hann opnast fremst í dalnum vestan Skjálfandafljóts innan við bæinn Mýri. Starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands við gróðurreit í Mjóadal sumarið 2024 Í skýrslu Fornleifastofnunar Íslands, „Fornleifar fremst […]