Er viðkoma kafanda í Þingeyjarsýslum á niðurleið?
Náttúrustofan hefur talið vatnafugla á helstu votlendissvæðum á láglendi Þingeyjarsýslna utan Mývatnssveitar frá 2004. Auk talninga á fullorðnum fuglum að vori hafa ungar og fullorðnir fuglar, með áherslu á kafendur, verið taldir á ungatíma seinni hluta sumars á sömu svæðum frá 2008. Nánari lýsingar á aðferðafræði og niðurstöðum má finna í skýrslu NNA „Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023“ undir útgefið efni á heimasíðu nna.is. Skýrslan er uppfærð á þriggja ára fresti