Tæknidagur fjölskyldunnar 2025

490051913 1369999714151264 2996993518939673466 nÍ byrjun apríl tók Náttúrustofa Austurlands að vanda þátt í tæknidegi fjölskyldunnar sem Verkmenntaskóli Austurlands stendur fyrir árlega. Dagurinn er hinn skemmtilegast þar sem fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök kynna tækni, vísindi og verkmenntun. Dagskráin var lífleg og fjölbreytt þar sem m.a. Sprengju-Kata frá Háskóla Íslands sýndi listir sínar, nemendur úr 10. bekk Nesskóla sýndu afrakstur nýsköpunarkeppni sem þau tóku þátt í, Skriðuklaustur bauð í sýndarveruleika og stjarnan hann Doddi líffræðikennari krufið mink og ref með tilþrifum og komust færri að en vildu til að sjá.

Náttúrustofan kynnti rannsóknir á gæsum og hreindýrum með GPS tæki og landupplýsingar og þá var gestum leyft að spreyta sig á að greina hreindýr til kyns og aldurs af ljósmyndum. Nokkrir ungir þátttakendur sýndu þar snilldartakta og aldrei að vita nema þar séu komnir framtíðarstarfsmenn. Við þökkum Verkmenntaskólanum fyrir framtakið og gestum fyrir innlitið.

20250405 120820

489008794 633345452846452 4356859099189272967 n

Opið hús – Hvalnesbirnan til sýnis

Hvalnesbirnan tilbúin að fara frá sútara til uppstopparans.

Í tilefni Sæluvikunnar í Skagafirði þá ætlar starfsfólk hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra að vera með opið hús að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þriðjudaginn 29. apríl n.k. milli kl. 15 og 18.

Ný grein um stöðu strandsvæðarannsókna á norðurslóðum

Á dögunum kom út grein um stöðu strandsvæðarannsókna á norðurslóðum í vísindaritinu Trend in Ecology & Evolution. Joana Micael sérfræðingur á Náttúrustofunni er meðal greinarhöfunda, en greinin er afurð alþjóðlegs vinnuhóps Arc-Bon (Arctic Coastal Biodiversity Observation Network) sem Náttúrustofa Suðvesturlands er stofn [...]