Ársfundur 2025 á Klaustri

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands verður haldinn í Kirkjubæjarstofu, Kirkjubæjarklaustri mánudaginn 17. mars 2025 kl. 16:00. Við bjóðum alla velkomna að mæta en fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á Klaustur verður fundinum einnig streymt á Teams á linknum hér: https://shorturl.at/oRqLq. Dagskrá: -Venjubundin fundarstörf þar sem forstöðumaður fer yfir ársreikning og segir frá störfum […]

The post Ársfundur 2025 á Klaustri appeared first on Nattsa.is.

Ársfundur ICES WG-ITMO árið 2025

Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í háskólanum í Maryland 3.–5. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi ICES um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS) of fulltrúa Alþjóðasiglingamálastofnunarin [...]

Tjaldurinn er mættur

Tjaldur Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er mættur á Austurlandið en til hans sást í Mjóafirði þann 3. mars. Einnig hefur sést til hans á Eskifirði síðustu vikur. Þeir tjaldar sem dvelja hér á landi eru að mestu farfuglar en nokkur þúsund hafa hér vetursetu, meðal annars í Berufirði.

Á næstu vikum má búast við komu ýmissa farfugla til landsins og þar með fer vorið að  gera vart við sig.

Gaman væri að heyra frá almenningi af komu annarra farfugla.