Þingeyski hálandahöfðinginn

Haustið 2019 hófst fuglamerkingarverkefni á vegum Fræðaseturs Háskóla Íslands sem snýr að ferðum og dreifingu íslenskra snjótittlinga. Snjótittlingar eru veiddir og á fætur þeirra settur rauður plasthringur með hvítum einkennisstöfum, auk hefðbundins álhrings. Tveir starfsmenn Náttúrustofunnar eru þátttakendur í þessu rannsóknarverkefni og annar þeirra merkti snjótittling sem hefur fengið viðurnefnið „Þingeyski hálandahöfðinginn“. Þessi tiltekni sjótittlingur var fyrst merktur við Víkingavatn í Kelduhverfi 3. apríl 2020 og hefur sést árlega frá 2022 á skíðasvæði í Cairngorms fjöllunum í Skosku hálöndunum.

Plastí fýlum yfir viðmiðunarmörkum

Náttúrustofa Norðausturlands hefur vaktað plastmengun í sjó fyrir Umhverfisstofnun frá 2018. Vöktunin fer fram með athugunum á plastinnihaldi í meltingarfærum fýla (Fulmarus glacialis).Plast getur sært eða stíflað meltingarfæri fugla en getur líka haft óbein áhrif m.a. vegna upptöku ýmissa óæskilegra efna sem eru í plastinu sjálfu eða sogast að plastögnunum úr umhverfinu og fuglar taka svo upp í vefi sína.

Ný grein um tegundaflutning með sjávarrusli

Grein um tegundaflutning með sjávarrusli kom út í dag í vísindaritinu Ocean and Coastal Research. Um er að ræða metnaðarfullt rannsóknarverkefni sem Holly I.A. Solloway vann í meistaranámi sínu við Háskólasetur Vestfjarða með leiðbeinendum sínum þeim Joana Micael og Sindra Gíslasyni hjá Náttúrustofu Suðvesturlands.Meðfylgjandi er &tho [...]

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

Náttúrufræðingur Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi á starfstöð stofunnar í Skaftárhreppi. Um er að ræða fullt starf bæði við vettvangsrannsóknir og við úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, jöklum […]

The post Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi   appeared first on Nattsa.is.

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir öflugum náttúrufræðingi á starfstöð stofunnar í Skaftárhreppi. Um er að ræða fullt starf bæði við vettvangsrannsóknir og við úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, jöklum og […]

The post Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi   appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni