Þann 22. nóvember var haldin lokaráðstefna CLIMATE, verkefnis sem Náttúrustofa Suðausturlands hefur tekið þátt í undanfarin ár sem leitast við að finna lausnir til að takast á við áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. CLIMATE leiðir saman ólíka hagsmunaaðila frá átta Evrópulöndum með að sjónarmiði að vinna lausnir fyrir mismunandi svæði. Þátttakendur verkefnisins eru fræðimenn, starfsmenn stofnana […]
The post Ráðstefna í Hornafirði um aðlögun að loftslagsbreytingum – CLIMATE appeared first on Nattsa.
Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Sigurður Halldór Árnason við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða. Sigurður Halldór er með B.Sc. próf í líffræði frá Háskólanum á Hawaii, M.Sc. próf í stofnerfðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að Ph.D. gráðu í vist- og þróunarfræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Sigurður Halldór tók við starfinu af Nancy Bechtloff sem látið hefur af störfum. Stjórn Náttúrustofunnar býður Sigurð Halldór velkomin til starfa og þakkar Nancy fyrir störf hennar í þágu stofunnar og óskar henni velfarnaðar.
Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is