Náttúruvernd og efling byggðar–vinnustofur um Skarðsfjörð og Núpsstaðarskóga–Netfundir

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru tilnefnd til að fara á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eigi mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundunum verða skoðaðar […]

The post Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Skarðsfjörð og Núpsstaðarskóga – Netfundir appeared first on Nattsa.

Gögn vöktunarmyndavéla komin í hús

Eitt af síðustu sumarverkum Náttúrustofunnar er að nálgast vöktunarmyndavélarnar fimm sem eru í umsjá stofunnar. Myndum síðastliðins árs er hlaðið niður og gengið úr skugga um að búnaðurinn sé í góðu lagi fyrir komandi vetur. Myndavélarnar eru staðsettar í Skoruvíkurbjargi, Grímsey, Hælavíkurbjargi, Látrabjargi og Elliðaey í Vestmannaeyjum og taka þær ljósmyndir af afmörkuðum hluta bjargs […]

Vöktun plantna á válista

Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofunnar var með Pawel Wasowicz grasafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands við að skoða þrjár tegundir sem vaxa á Vestfjörðum og eru á válista.

Farið var á skráða fundarstaði og kannað hvort plönturnar fyndust þar. Skráningar um vaxtarstaði geta verið mjög ónákvæmar þar sem fundarstaðir eru aðeins kenndir við tilgreinda bújörð. Oft er um að ræða gamlar skráningar, allt að 50-60 ára. Farið var meðal annars norður í Árneshrepp og í Ísafjarðardjúp. Tegundirnar fundust ekki á öllum skráðum fundarstöðum. Einnig komu snjóalög frá síðasta vetri í veg fyrir að hægt væri að komast á suma þeirra.

Tegundum á válista er skipt í átta flokka í samræmi við ástand. Stuðst er við alþjóðlegt kerfi IUCN. Flokkunin er allt frá því að plantan sé ekki í hættu og í það að vera útdauð á Íslandi, sjá upplýsingar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar.

Þær tegundir sem skoðaðar voru í ferðinni voru hlíðaburkni (Cryptogramma crispa), skógelfting (Equisetum sylvaticum) og þyrnirós (Rosa spinosissima). Þessar tegundir eru allar skilgreindar í yfirvofandi hættu vegna þess að þær finnast á fáum stöðum á landinu og í litlum mæli á hverjum vaxtarstað. Vöktun er því mjög mikilvæg til að fylgjast með þróun á útbreiðslu válistaplantna. Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í ferðinni.

Grjótkrabbinn í 10 ára afmælisþætti Landans

Í 10 ára afmælisþætti Landans þann 4.október 2020 var rætt við Sindra Gíslason og Halldór Pálmar Halldórsson, akkúrat 10 árum eftir fyrsta innslag þeirra í þáttinn. Innslagið byrjar á  10. mín. [...]

Ný vísindagrein um árstíðabundinn breytileika í magni kvikasilfurs í sjófuglum á norðurslóðum

Starfsmenn Náttúrustofunnar eru meðal höfunda að nýrri vísindagrein um árstíðabundinn breytileika í magni kvikasilfurs í sjófuglum á norðurslóðum, sem kom út á rafrænu formi í vísindaritinu Science of The Total Environment nú í vikunni. Um er að ræða alþjóðlega rannsókn sem leidd var af vísindamönnum á rannsóknarstofu háskólans í La Rochelle og CNRS í Frakklandi […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni