Ný vísindagrein um stafafuru

IMG 0355  steinadalur web

Nýlega birtist grein í vísindaritinu NeoBiota þar sem fjallað er um útbreiðslu og áhrif stafafuru (Pinus contorta) í Steinadal. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiddi rannsóknina og meðhöfundar eru Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði og Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni.

Greinin fjallar um útbreiðslu stafafuru frá gróðursetningu hennar í Steinadal um miðja síðustu öld og breytingar á árunum 2010–2021. Fjöldi og þéttleiki trjáa jukust með veldisvexti, og útbreiðslusvæðið tífaldaðist á þessum ellefu árum. Stafafura hafði sáð sér í fjölbreytt gróðurlendi, og niðurstöður gróðurmælinga bentu til rýrnunar á fjölda og fjölbreytni æðplöntutegunda með tilkomu hennar. Rannsóknin leiðir í ljós að stafafura sýnir einkenni ágengra tegunda í Steinadal og gæti haft sambærileg áhrif víða á láglendi Íslands.

Hlekkur á grein

Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands sótti námskeið um gervigreind

Dagana 21. og 22. janúar var haldið námskeið um gervigreindartækni í Neskaupstað, undir leiðsögn Sverris Heiðars Davíðssonar frá Javelin.

Á námskeiðinu fengu þátttakendur innsýn í hvernig hægt er að nýta gervigreind til að einfalda vinnu, auka skilvirkni og efla samskipti. Kennd voru hagnýt atriði, svo sem hvernig hægt er að spyrja ChatGPT spurninga á árangursríkan hátt og nýta sér tæknina í daglegum störfum.

Samtals 20 manns sátu námskeiðið, þar af 10 starfsmenn Náttúrustofu Austurlands.  Auk þess voru þátttakendur frá öðrum fyrirtækjum og á eigin vegum, allir það að markmiði að kynna sér notagildi gervigreindar í starfi og daglegu lífi.

Þátttakendur lýstu yfir ánægju sinni með námskeiðið og sögðust sjá fjölmarga möguleika á að nýta sér gervigreind í störfum sínum í framtíðinni.

Fréttatexti og mynd unninn með aðstoðo ChatGPT

Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum. Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur flutt með beinum eða óbeinum hætti inn á svæði þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir. […]