Baunatíta á Sauðárkróki

Baunatíta á Sauðárkróki

Nú á dögunum barst Náttúrustofunni tilkynning frá starfsfólki Vörumiðlunar á Sauðárkróki um óþekkt skordýr sem kom með vörubretti til þeirra. Við nánari skoðun reyndist um Baunatítu (Nezara viridula) að ræða en hér var rauðbrúnt afbrigði á ferð.

Af gæsum

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) hafa á síðustu misserum aðstoðað við handsömun fótfrárra grágæsa í sárum. Um er að ræða stórt samstarfsverkefni íslenska og breska ríkisins sem Náttúrustofa Austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Verkís og NatureScot halda utan um og bera ábyrgð á en breska ríkið leggur til GPS tækin. Verkefnið hófst 2021 og gengur út á að merkja gráæsir með GPS sendum svo hægt sé að staðsetja af nákvæmni ákveðinn fjölda gæsa á hverjum tíma. Markmiðið er fyrst og fremst að ná nákvæmara stofnstærðarmati og bregðast við áhyggjum af viðgangi stofnsins.

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 13. janúar tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Róbert Ívar Arnarsson. Róbert er með B.Sc. gráðu í líffræði og er að ljúka við M.Sc. gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands. Í námi sínu lagði hann áherslu á jarðvegs- og vistfræði með sérstöku tilliti til örverulífs og er lokaverkefni hans um áhrifaþætti umhverfis á […]

The post Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.