Viðtöl við fyrirtæki um umhverfismál

Æskilegt væri því að kynna vottunina betur. Þá gætu fyrirtæki geti nýtt sér hana betur við markaðsetningu. Einnig mættu sveitarfélög […]

Skógarmítlar fundust á ketti á Ísafirði

Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi […]

Norðanáhlaup og flækingsfuglar úr suðri

Mikið af svartþröstum barst til Norðurlands með óveðri síðustu viku. Hér má sjá karlfugl gæða sér á …

Stór og djúp lægð var austur af landinu um miðbik síðustu viku. Svo virðist vera sem þessi mikla lægð hafi kippt með sér þó nokkuð af farfuglum sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðusjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs. Sennilegast verður að teljast að fuglarnir hafi í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Athyglisvert er að flækingsfugla varð ekki vart í Færeyjum í kjölfar veðursins líkt og hérlendis.

Ráðstefna um plastmengun

Helstu niðurstöður kynntar á ráðstefnunni

Alþjóðleg ráðstefna um plastmengun á norðurslóðum verður haldin dagana 2.-9. mars næstkomandi og mun starfsmaður náttúrustofunnar, Valtýr, taka þátt í pallborðsumræðum.

Myndasíða á Instagram

Ýmislegt af myndasíðunni

Við á náttúrustofunni ákváðum að stofna til myndasíðu á Instagram. Endilega fylgið okkur þar.

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni