Tjaldurinn er mættur

Tjaldur Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er mættur á Austurlandið en til hans sást í Mjóafirði þann 3. mars. Einnig hefur sést til hans á Eskifirði síðustu vikur. Þeir tjaldar sem dvelja hér á landi eru að mestu farfuglar en nokkur þúsund hafa hér vetursetu, meðal annars í Berufirði.

Á næstu vikum má búast við komu ýmissa farfugla til landsins og þar með fer vorið að  gera vart við sig.

Gaman væri að heyra frá almenningi af komu annarra farfugla.

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og forstöðumaður náttúrustofunnar, mun halda fyrirlestur á hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar miðvikudaginn 26. febrúar n.k. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi á vef Náttúrufræðistofnunar

Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum. Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur flutt með beinum eða óbeinum hætti inn á svæði þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir. […]