Fugladagurinn 2024

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna var haldinn laugardaginn 11.maí 2024. Fjaran var að þessu sinni á góðum tíma og að venju var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 9:30 og Leirurnar á Reyðarfirði kl 10:30 eða klukkutíma síðar.

Veðrið á Norðfirði var með besta móti, sól og ágætlega hlýtt en hvessti örlítið eftir því sem leið á morguninn og dró þá ský fyrir sólu. Á Reyðarfirði var breytileg gola og skýjað og hiti í kringum 8°C.

Í ár mættu fjórir einstaklingar á Reyðarfirði en átta á Norðfirði auk starfsfólks frá Náttúrustofunni. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni voru alls 32 fuglategundir á Reyðarfirði en 26 á Norðfirði.

Á Reyðarfirði: grágæsir, skúfendur, bjargdúfur, hettumáfar, stelkar, hrossagaukar, heiðlóur, jaðrakan, kríur, skógarþrestir, hrafnar, maríuerlur, stokkendur, urtönd, sandlóur, rauðhöfðaendur, tjaldar, spóar, silfurmáfur, tildrur, súla, teistur, æðarfuglar, straumendur, sendlingar, hávellur, fýlar (múkkar), svartbakar, toppendur, bjartmáfar, lóuþrælar og auðnutittlingur.
Á Norðfirði: Heiðagæsir, grágæsir, rauðhöfðaendur, stokkendur, æðarfuglar, straumendur, hávellur, toppendur, tjaldar, sandlóur, spóar, jaðrakan, stelkar, tildrur, lóuþrælar, sendlingar, kjói, hettumáfar, silfurmáfar, hvítmáfar, kríur, lómar, fýll (ótalinn), hrafn, maríuerla, þúfutittlingur

 Fugladagurinn

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum.  

Arsskyrsla samsett mynd fyrir vefsidu

Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum

Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.

The post Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum appeared first on nave.is.

Heiðlóa og aðrir farfuglar

Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst […]

The post Heiðlóa og aðrir farfuglar appeared first on nave.is.

Náttúrufræðingur/-nemi óskast til úttektar á ásætufléttum

Sumarstarf í boði við náttúrustofuna við rannsóknir á ásætufléttum og útbreiðslu þeirra í ræktuðum skógum.

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni