Sviðsstjóri hreindýrarannsókna

Halfdan og Palli

Hálfdán Helgi Helgason hefur verið ráðinn sviðsstjóri hreindýrarannsókna hjá Náttúrustofu Austurlands. Hálfdán hefur starfað sem vistfræðingur á Náttúrustofunni síðan 2019. Hans meginverkefni hafa verið á sviði fuglarannsókna og nú undanfarið stofnrannsóknir á grágæsum á Íslandi auk annara veiðitegunda, í samstarfi við erlenda og innlenda aðila. Hann hefur jafnframt komið að hreindýratalningum og úrvinnslu hreindýragagna.

 

 

  

 

Ljósmynd: Hálfdán ásamt Páli Leifssyni við GPS merkingar á grágæs

Herfuglá Egilsstöðum

Laugardaginn 21. október bárust fréttir af Herfugli (Upupa epops) á Egilsstöðum. Herfuglar hafa heimkynni um Evrópu, Asíu og norður Afríku. Þeir eru með langann og mjóann gogg, áberandi kamb á höfðinu, hvít- og svart röndótt bak og eru auðgreindir á flugi vegna breiðra vængja og sérkennilegs fluglags.  Ekkert sást meir til fuglsins svo vitað sé síðan á laugardag þar til þriðjudagsins 24. október þegar hann gladdi starfsmann náttúrustofunnar sem var við göngu í Fellabæ. Þar flaug hann um bæinn og stillti sér prúður fyrir framan myndavélina. Herfuglar eru fremur sjaldgæfir flækingar á Íslandi og því afar skemmtilegt að rekast á einn hér á svæðinu. 

Gaman væri að heyra frá fólki ef það rekst á hann. 

Myndirnar tók Indriði Skarphéðinsson

DSC 1019 Herfugl

DSC 1022 Herfugl

Náttúrustofan á Líffræðiráðstefnunni 2023

Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga á Íslandi og sækja hana mörg hundruð manns. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir líffræðinga til að hittast og skiptast á þekkingu og skoðunum. Í ár voru flutt hátt í 100 erindi og lítið færri veggspjöld sýnd. Ráðstefnan er haldin af Líffræðifélagi Íslands annað hvert ár – […]

Nýr starfskraftur

Nýr starfskraftur

Nýlega var Ragna Guðrún Snorradóttir, ferskvatnslíffræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Ragna Guðrún lauk M.Sc. prófi við...

Glókollur sást aftur á Ísafirði

Náttúrustofunni barst sú frétt að glókollur (Regulus regulus) hafi sést í nágrenni Jónsgarðar á Ísafirði þann 20. september. Áður hafði […]

The post Glókollur sást aftur á Ísafirði appeared first on nave.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni