Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða

Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða verður haldinn þann 10. maí í samkomuhúsinu á Þingeyri og verður ársfundurinn hluti af ársfundadegi Fjórðungssambands Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða, Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og Vestfjarðastofu. Dagskrá ársfundadagsins hefst kl 10:15 en ársfundur Náttúrustofunnar hefst 12:40 og er til 13:40. 

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 

1. Setning

2. Kjör fundarstjóra ritara

3. Ársskýrsla 2018

4. Ársreikningur 2018

5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna

6. Kynning á samtökum náttúrustofa

7. Verkefnin og framtíðin

8. Önnur mál.  

 

Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemina

Rákönd sást í Bolungarvík

Rákönd (Anas carolinensis eða Anas crecca carolinensis) sást í byrjun maí á Syðridalsvatni. Rákönd er algengur fugl í Norður - Ameríku en flækingur hér um slóðir. Rákönd og urtönd eru mjög líkar en munurinn er að rákönd er með lóðrétta hvíta línu við bringuna. 

Sigríður Línberg Runólfsdóttir náði mynd af fuglinum sem er með fréttinni og þökkum við henni fyrir afnot myndarinnar. 

 

 

Karratalningar

Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpun [...]

Fiðrildavöktun

Fiðrildaveiðar eru nú hafnar hjá okkur þetta árið og munu standa yfir næstu 32 vikurnar. Náttúrustofan hefur frá árinu 2016 staðið að vöktun fiðrilda í Norðurkoti. Vöktun fiðrilda hófst fyrst hér á landi árið 1995 fyrir tilstilli Náttúrufræðistofnunar Íslands. Náttúrustofur landshlutanna, allar nema ein, haf [...]

HlynurÁrmannsson ráðinn til Náttúrustofu Austurlands.

Hlynur web Hlynur Ármannsson hefur verið ráðinn til Náttúrustofu Austurlands, en átján sóttu um starf sem auglýst var í febrúar sl. Hlynur er með meistaragráðu í líffræði og starfaði lengi hjá Hafrannsóknastofnun á Akureyri, fyrst sem rannsóknamaður en síðar sem útibússtjóri ásamt því að vera í 50% starfi sem lektor við Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri. Undanfarin ár hefur hann starfað sem kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Sérsvið hans er sjórinn og lífríki hans. Hlynur hefur störf í ágúst og við bjóðum hann velkominn til starfa.

 


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is