Nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi

Á dögunum birtist vísindagrein í sænska landfræðiritinu ‘Geografiska Annaler’ þar sem kynnt er nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi. Ásamt því er framvinda hörfunar Breiðamerkurjökuls og landmótun, frá því að hann var í hámarksstöðu í lok 19. aldar til ársins 2018, rakin mun nákvæmar en áður hefur verið gert. Greinina rita Snævarr Guðmundsson, hjá Náttúrustofu Suðausturlands og […]

The post Nýtt landmótunarkort af Breiðamerkursandi appeared first on Nattsa.is.

Kvóti fyrir veiðiárið 2023

Tillögur Náttúrustofu Austurlands um kvóta hreindýra fyrir veiðiárið 2023 voru lagðar fram á fundi hreindýraráðs í gær, 30. nóvember 2022. Drög að kvóta  upp á 938 dýr voru kynnt þann 1. nóvember 2022 og sett í opið samráð  þar sem öllum gafst tækifæri á að koma með rökstuddar athugasemdir við tillögur Náttúrustofunnar. Samráði lauk þann 25. nóvember og alls bárust athugasemdir frá fjórum aðilum: Félagi leiðsögumanna með hreindýraveiðum, Jóhanni Guttormi Gunnarssyni starfsmanni Umhverfisstofnunar, Ólafi Erni Péturssyni Skálanesi og Björgvini Má Hanssyni Fáskrúðsfirði.

Náttúrustofan er þakklát fyrir allar athugasemdir og ábendingar og var tekið tillit til þeirra. Lokaniðurstaðan er sú að lagt er til að hreindýrakvóti ársins 2023 verði 901 dýr.

Ljóst varð við yfirferð athugasemda að aðferðafræði talninga og útreikningar á stofnstærð hafa ekki verið settar fram með nægjanlega skýrum hætti og verður aðeins bætt úr því hér og jafnframt haft í huga við framsetningu næstu vöktunarskýrslu. sjá nánar hér.

 2022 12 01 kvóti tafla

Ægir

Í nýjasta tölublaði Ægis sem var að koma út er fjallað um vöktun Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba í Faxaflóa, [...]

Hvaða fiðrildi eru á ferli svona seint að hausti?

Margir hafa eflaust tekið eftir talsverðum fjölda fiðrilda flögrandi um eða sitjandi á húsveggjum síðustu daga og vikur. Hvaða fiðrildi eru á ferli þegar svo langt er liðið á haustið? Þetta er hinn svokallaði haustfeti (Operophtera brumata), sem ber nafn með rentu, enda verða flestir lítið varir við hann fyrr en í september og er […]

Ný vísindagrein

Ný vísindagrein, sem fjallar um fjárhagslegan kostnað af og stjórnun á framandi ágengra tegunda á Norðurlöndum (The economic costs, management and regulation of biological invasions in the Nordic countries), er komin út. Greinin, sem birtist í tímaritinu Journal of Environmental Management, er afrakstur samstarfs margra sérfræðinga, en fulltrúar Íslands í þessu starfi voru Menja von […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni