Hreindýravefsjá opnuð

vefsja skjaskot med FrettNáttúrustofa Austurlands hefur nú opnað hreindýravefsjá sem ætlað er að halda utan um skráningu á hagagöngu hreindýra. Í gegnum tíðina hefur almenningur og ýmsir hagsmunaaðilar veitt dýrmætar upplýsingar um hvar hreindýr halda sig og hvenær. Nú er búið að gera þá skráningu aðgengilegri og geta áhugasamir skráð hreindýr sem á vegi þeirra verða jafnóðum í gegnum snjallsíma og tæki og jafnvel sent inn myndir eða myndskeið. Auk þess er hægt að sjá eldri skráningar. Nú þegar er hægt að skoða flestar tilkynningar frá almenningi fyrir árin 2015-2018. Upplýsingar frá almenningi eru dýrmætar við gagnaöflun vegna vöktunar hreindýra og viljum við hvetja alla til að skrá hreindýr sem þeir sjá. Ef vel tekst til gætu upplýsingar úr vefsjánni jafnvel nýst til að vara frekar við hreindýrum á vegum.

Gerð vefsjárinnar var í höndum starfsmanna Náttúrustofunnar og styrkt af Vinum Vatnajökuls og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og fyrir það erum við þakklát.

Vetrarfuglatalningar á Vestfjörðum 2019/2020

Lokið er hinni árlegu vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Eins og endranær tók Náttúrustofan þátt í talningunum hér á Vestfjörðum ásamt sjálfboðaliðum sem þetta árið voru þeir Tómas Sigurgeirson, Eiríkur Kristjánsson, Jón Atli Játvarðson, Hilmar Pálsson og Matthías Lýðsson.

Talið var í Álftafirði, Dýrafirði, Önundarfirði, Skutulsfirði, Súgandafirði, Steingrímsfirði, Þorskafirði, Berufirði, Gilsfirði og á Reykhólum og í Bolungarvík. Misjafnt er hvort firðirnir eru taldir allir eða að hluta til. Niðurstöður talninga fyrir landið allt má finna á heimasíðu NÍ  https://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur .

Á þeim svæðum sem talin voru á Vestfjörðum sáust 41 tegund sem samtals töldu meira en 22 þúsund fugla. Flestir fuglanna voru í Súgandafirði, Steingrímsfirði, Skutulsfirði og á eyjum og skerjum út af Reykhólum eða yfir 2000 fuglar á hverju þessara svæða. Flestar tegundanna sem sáust eru áberandi á Íslandi yfir vetrartímann.

Af þeim tegundum sem sáust var æðarfugl algengastur en af honum voru um 10 þúsund fuglar. Stokkönd var næst í fjölda með yfir 3 þúsund fugla og svo komu snjótittlingur og hávella með um 1 þúsund fugla hvor. Mikið var af ógreindum máfum en bjartmáfur, hvítmáfur og svarbakur töldust um 500 fuglar hver. Nokkrar tegundanna eru þó tiltölulega sjaldgæfar á svæðinu og má þar nefna flórgoða, brandönd, svartþröst, gráþröst og stara. Þá kom skemmtilega á óvart að hrossagaukur, tildra, eyrugla og bleshæna voru meðal þeirra fugla sem sáust í vetrarfuglatalningunni.

Borið saman við síðasta ár voru æðarfugl og hávella með álíkan fjölda. Álft og sendling fjölgaði um helming frá fyrra ári. Talsvert fleiri lómar voru þetta árið eða  69 fuglar á móti 24 árið áður. Hlutfallslega fjölgaði tjaldi þó mest og voru þeir 126 í ár en einungis 43 síðasta ár. Störrum fjölgaði um 5 frá árinu áður og voru núna 33. Einungis sáust 10 auðnutittlingar en 37 árið áður.

Merkuráfangi í vöktun hreindýra

20200201 124642Þau stórmerku tíðindi gerðust fyrstu helgina í febrúar að Ivar Karl Hafliðason og Sveinbjörn Valur Jóhannsson náðu að hengja 6 GPS kraga um háls hreinkúa á veiðisvæðum 8 og 9 þ.e. í Suðursveit, á Mýrum og í Lóni. Bíðum við spennt eftir að sjá ferðir þeirra næstu mánuðina og munum við reyna að uppfæra þær upplýsingar reglulega á facebook síðu Náttúrustofunnar.

 

 

 

20200201 115424    frelsinu fegin mynd skjaskot snapchatvideo 

84332775 3234913193210272 7944754745212665856 o  86176356 3234913173210274 1801588744579448832 o 

 86192600 3234913366543588 3464022455733977088 o  86467709 3234913203210271 4685272981599944704 o

 

Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði

Við Náttúrustíginn, þ.e. göngustíginn sem liggur frá Óslandshæð og inn að golfvelli, á Höfn í Hornafirði, hefur verið settur upp „steinagarður“. Steinarnir eru staðsettir á túninu vestan við Nýheima. Steinagarður er e.k. kynningarreitur fyrir jarðfræði svæðisins, og þar eru kynntar nokkrar bergtegundir Suðausturlands með hressilega stórum grjóthnullungum og grettistökum. Steinarnir koma frá völdum stöðum í […]

The post Steinagarður við Náttúrustíg á Hornafirði appeared first on Nattsa.

January 30th, 2020

Grein í nýjasta tölublaði Fiskifrétta um glærmöttul, vöktun Náttúrustofu Suðuvesturlands á tegundinni hér við land og farið yfir niðurstöður nýútkominnar greinar stofunnar og samstarfsaðila í Regional Studies in Marine Science. Fréttina má nú nálgast í heild hér á vef: Fiskifrétta [...]

Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is