Okkur vantar öflugan liðsfélaga með brennandi áhuga á náttúrufari.
Viðfangsefni okkar eru fjölbreytt og á ólíkum sviðum náttúrurannsókna. Við stundum m.a. rannsóknir og vöktun á hreindýrastofninum, fuglum, gróðri og lífríki í ám og sjó. Störfin eru góð blanda af útivist og úrvinnslu. Verkefni geta verið t.d. verkefnastjórn og þróun nýrra verkefna, rannsóknir á vettvangi, greiningar, kortagerð, gerð vefsjáa og fræðsluefnis, allt í takt við sérsvið umsækjenda. Á litlum vinnustað hjálpast allir að við ólík verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í náttúrufræðum, landupplýsingatækni eða á sambærilegum sviðum
• Framhaldsmenntun er kostur
• Frumkvæði og faglegur metnaður
• Geta til þátttöku í skemmri vettvangsferðum fjarri heimili
• Líkamlegur styrkur til lengri gönguferða með byrði
• Góð íslensku – og enskukunnátta
• Góð þekking á greiningu og framsetningu gagna
• Færni í mannlegum samskiptum
• Vilji til að ganga í ólík störf
Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN eða hlutaðeigandi stéttarfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er tímabundið í eitt ár með möguleika á framlengingu.
Upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (s: 477-1774 eða kristin@na.is). Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram komi hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Austurlands, hvað hann hefur fram að færa og hvaða verkefni hann brennur fyrir sendist til kristin@na.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k.
Náttúrufræðistofnun Íslands vaktar plöntur, fugla og spendýr á válista um allt land. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá NÍ, hefur sl. tvö sumur farið um austurhluta landsins að staðfesta skráða fundarstaði æðplantna á válista og hefur starfsmaður Náttúrustofunnar slegist með í för. Skráningar vaxtarstaða eru í sumum tilvikum margra ára gamlar og ónákvæmar svo stundum finnast tegundirnar ekki þrátt fyrir mikla leit. Þess vegna verður enn ánægjulegra þegar leitin ber árangur. Síðastliðið sumar fundust m.a. tegundirnar ljósalyng (Andromeda polifolia), súrsmæra (Oxalis acetosella), klettaburkni (Asplenium viride) og svartburkni (Asplenium trichomanes) og voru vaxtarstaðir þeirra hnitsettir og ástand plantnanna metið.
Válisti æðplantna er byggður á alþjóðlegu kerfi IUCN og hann má sjá heimasíðu NÍ .
Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru tilnefnd til að fara á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eigi mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundunum verða skoðaðar […]
The post Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Skarðsfjörð og Núpsstaðarskóga – Netfundir appeared first on Nattsa.
Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni