Flækingur á Dalatanga

Þann 15. mars síðastliðinn sá Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir á Dalatanga Hagaskvettu Saxicola rubicola  í útihúsi á bænum og tók hún þessar myndir þar.
Hagaskvetta er smár spörfugl sem er algengur varpfugl í Evrópu en er sjaldgæfur flækingar hérlendis. Flestar tilkynningar hafa borist um hana að vori. Hagaskvettan sem sást á Dalatanga  virðist vera fullorðinn karlfugl, en þeir eru með dökkann haus og áberandi hvíta skellu undir kinn samanborið við ljósara höfuð kvenfugls.

1000001545Hagaskvetta

Minning– Dr. Rögnvaldur Ólafsson

Snævarr Guðmundsson, Kristín Hermannsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson njóta veitinga fyrir ársfund Náttúrustofu Suðausturlands í febrúar 2018Í dag kveðjum við máttarstólpa í sögu Náttúrustofu Suðausturlands þegar Rögnvaldur Ólafsson verður jarðsunginn frá Neskirkju. Rögnvaldur var hvatamaður að stofnun Náttúrustofunnar og sat lengi sem formaður í stjórn hennar

The post Minning – Dr. Rögnvaldur Ólafsson appeared first on Nattsa.is.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024

Síðastliðinn mánudag, 11. mars, var ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands haldinn. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í fyrirlestrasal Nýheima á Höfn í Hornafirði.

The post Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2024 appeared first on Nattsa.is.

Orkurannsóknasjóður styrkir rannsóknir á klettafrú

Klettafrú kúrir í mosa á klettavegg. Myndin er tekin í Stafafellsfjöllum í Lóni og plantan er merkt númer 7. Orkurannsóknarsjóður hefur styrkt frekari rannsóknir á klettafrúLilja JóhannesdóttirNáttúrustofa Suðausturlands hefur hlotið 1,5 milljón króna styrk frá Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar til rannsókna á lífsferli klettafrúar í Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði. Verkefninu er stýrt af Álfi Birkir Bjarnasyni, starfsmanni náttúrustofunnar, og miðar að því að afla þekkingar á lykilþáttum lífsferils klettafrúar á Íslandi.

The post Orkurannsóknasjóður styrkir rannsóknir á klettafrú appeared first on Nattsa.is.

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu. Um er að ræða 100% stöðu náttúrufræðings/sérfræðings og mun starfsmaðurinn vinna náið með öðru starfsfólki Náttúrustofunnar í þeim verkefnum sem […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni