Staðsettar hreinkýr

Annotation 2020 05 11 094327  vefEins og áður hefur komið fram ganga 20 hreinkýr með staðsetningakraga um hálsinn. Náttúrustofan hefur ákveðið opna aðgang að staðsetningum þeirra. Þar verður þó einungis hægt að sjá staðsetningu þeirra hverju sinni. Hafa þarf í huga að sumar kýrnar geta verið utan þjónustusvæðis og sýna þá ekki nýjustu staðsetningar.
Lokað verður fyrir aðganginn 26. júlí til 20. september.
Til að skoða staðsetningarnar fara menn inn á vefsíðu Followit
Notendanafn er aslaug@na.is og lykilorð 66b976

Annotation 2020 05 11 094536   vef IMG 4924x vef

Búrhvalstarfur í Kálfhamarsvík á Skaga

Bjarni Jónsson tekur sýni úr búrhval í Kálfshamarsvík

Annan hvalinn á stuttum tíma rak á land á svæðinu, nú í Kálfhamarsvík á Skaga. Tilkynnt var um hvalinn í gærkvöldi og var hann skoðaður og sýni tekin til greininga af Náttúrustofu Norðurlands vestra í dag.  Um var að ræða 13,60 m langan búrhvalstarf....

Vorverk náttúrustofunnar

Með hækkandi sól og snjóbráð fer að bera á starfsfólki Náttúrustofunnar utandyra. Huga þarf að árlegum vorverkum fuglavöktunarverkefna en blessunarlega er enga undantekningu að sjá í þeim efnum þrátt fyrir sérstakar aðstæður í þjóðfélaginu. Aðgát er þó höfð í návist annarra eins og almenn tilmæli mæla fyrir um. Á undanförnum dögum hefur verið hugað að […]

Umhverfisvottun 2020

 

Sveitarfélög og starfsmenn þeirra mega nota merkið með umsögninni sem hér sést. Fyrirtæki þurfa að taka fram að þau starfa í sveitarfélögum sem eru vottuð. 

Myndirnar sýna annars vegar merkið með íslenskum texta og hins vegar skipurit vottunarinnar. Vestfjarðastofa, framkvæmdaráð og fjórðungsþing hafa hlutverki að gegna í ferlinu sem og sveitarstjórnir og almenningur. En ef þið viljið vita meira er best að tala við Maríu hjá Náttúrustofu Vestfjarða. 

Grjótkrabbi í blaði dagsins

Í Morgunblaðinu í dag birtist viðtal um rannsóknir Náttúrustofu Suðvesturlands,  Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og samstarfsaðila á grjótkrabba við Ísland og um nýlega grein þeirra sem birtist í vísindariti ICES Journal of Marine Science. [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni