Fugladagurinn 2021

IMG 3960Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var að þessu sinni haldinn 1. maí, fjara var á þægilegum tíma og mæting við leirurnar á Norðfirði var kl. 10:30 og á Reyðarfirði klukkan 11:30

Mjög fáir mætti á Norðfirði, eða 10 fyrir utan starfsmenn Náttúrustofunnar. Því miður fóru tryggir fuglaskoðarar sem ekki hafa látið sig vanta í mörg ár á mis við tíma og fóru því í sína eigin fuglaskoðun fyrr um morguninn. Skyggni var þokkalegt, háskýjað og úrkomulaust en svalt og hvessti fljótlega úr norðaustri og þar sem alda var nokkur sást ekki vel út á fjörðinn. Þrátt fyrir góðan klæðaburð entust menn ekki lengi í garranum.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á Austurlandið og hending að þær sjáist í svo stuttri athugun. Alls sáust 22 tegundir á Norðfirði sem er nokkru færra en oft áður. Á leirunum, í höfninni og í fjarðarbotninum sáust eftirfarandi tegundir: grágæs, rauðhöfði, stokkönd, æður, hávella, tjaldur, sandlóa, sendlingur, stelkur, tildra, hettumáfur, sílamáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, kría, og þúfutittlingur. Í graslendi ofan og innan við leirurnar sáust til viðbótar urtönd, jaðrakani, heiðlóa, hrossagaukur, skógarþröstur og hrafn.

Á Reyðarfirði mættu 16 manns. Veður var ágætt, breytileg gola, skýjað og hiti 1-2 °C. Alls sáust 33 tegundir á Reyðarfirði sem er í meira lagi. Tegundir sem sáust eða heyrðist í voru:skógarþröstur, hettumáfur, grágæs, stelkur, heiðlóa, heyrt í músarrindli, silfurmáfur, hettusöngvari, kría, sendlingur, stokkönd, hrafn, bjargdúfa, teista, urtönd, fýll, æður, hávella, svartbakur, skúfönd, tjaldur, bjartmáfur, rauðhöfðaönd, sílamáfur (sást áður en ferð hófst), toppönd, gargönd, heiðagæs, hrossagaukur, jaðrakan, sandlóa, tildra, maríuerla og himbrimi auk eins landsels.

Hjá Ferðafélagi fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands eru til upplýsingar um þennan skipulagða viðburð frá árinu 2002. Til gamans má geta að dagurinn hefur verið haldinn á tímabilinu 1.maí – 12.maí ár hvert og vorum við því í fyrra fallinu í ár. Algengast er að fugladagurinn sé þegar liðin er vika af maí, en tímasetning viðburðarins stjórnast af flóði og fjöru. Flestar tegundir fugla sáust árið 2015 á Reyðarfirði, samtals 37 tegundir en fæstar árin 2012 og 2016 á Norðfirði, einungis 17 tegundir bæði árin.

 

 

 

Nýsköpunarverkefni á vegum Náttúrustofu Suðausturlands fékk 8.5 milljóna styrk

Fyrir nokkru úthlutaði Loftslagssjóður styrkjum í verkefni ársins 2021 en hlutverk sjóðsins er að styðja við verkefni sem lúta nýsköpun á sviði loftslagsmála og kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en hann heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Nýtt verkefni Eitt þeirra nýsköpunarverkefna sem fékk styrk […]

Kvískerjajöklar í Öræfajökli

Í nýjasta hefti Jökuls (nr 70), ársriti Jöklarannsóknafélags Íslands, birtist ritrýnd grein eftir Snævarr Guðmundsson á Náttúrustofu Suðausturlands og Helga Björnsson jöklafræðing á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, um hina lítt þekktu jökultungur ofan við Kvísker í Öræfum. Í greininni eru raktar breytingar frá 18. öld á jökultungunum, sem eru auðkenndir sem Nyrðri- og Syðri Kvískerjajöklar. Flestir […]

Náttúruvernd og efling byggða

KA 11juli2Náttúrustofa Austurlands, í samvinnu við Austurbrú, Múlaþing og Fjarðabyggð, boðar alla áhugasama til þriggja vinnustofa um samþættingu náttúruverndar og eflingu byggða.

Til umræðu verða þrjú svæði í nágrenni Djúpavogs, Gerpissvæðið og Úthérað og eru fundirnir opnir öllum.
Verkefnið er hluti af byggðaáætlun en tengist ekki vinnu við friðlýsingar heldur er um hugmyndavinnu að ræða. Vinnustofurnar hefjast á kynningu verkefnisins og í framhaldi verður rætt um sýn þátttakenda á framtíð svæðanna og umsjón þeirra, yrðu þau friðlýst eða núverandi fyrirkomulagi haldið óbreyttu.
Nálgast má tvær áfangaskýrslur verkefnisins á heimasíðu Náttúrustofunnar (na.is) og mun lokaskýrsla byggja á niðurstöðum vinnustofunnar.

Fundirnir fara fram á netinu.  Slóðir á fundina eru birtar hér en einnig má nálgast þær á Facebook-viðburðum hvers fundar sem auglýstir eru á fésbókarsíðu Náttúrustofunnar. Þar er einnig hægt að tilkynna þátttöku og skoða dagskrár fundanna.

Slóð á fundinn á Djúpavogi  - Upptaka frá fundinum  -  Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Gerpissvæðið  - Upptaka 1. Þorri  - Upptaka 2. Lilja  - Upptaka 3. Guðrún - Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Úthérað - Skoðanakönnun

 

IMG 6063 vodlavikJPG 

Vöðlavík

20200901 154552

Héraðssandur

Sóley - Vöktun blómgunar

Eitt af verkefnum Náttúrustofu Vestfjarða er vöktun blómgunar. Þetta er langtímaverkefni sem er í gangi víða um landið. Hjá Náttúrustofunni er skráð niður hvenær 6 plöntutegundir blómstra. Fylgst er með 20 plöntum af hverri tegund. Í ár er 12 árið sem fylgst er með blómguninni í Bolungarvík og á Ströndum.

Sú tegund sem blómstar fyrst af þeim sem fyglst er með er vetrarblóm. Fyrsta vetrarblómið sem fylgst er með blómstraði í ár 22. apríl a Ströndum. Á athugunartíma hefur það fyrst blómstrað 6. apríl árið 2012 en síðast 29. apríl árið 2015. Algengast er að það blómstri um 20. apríl.

Aðrar tegundir sem fylgst er með eru: klóelfting, lambagras, ilmreyr, hrafnaklukka og svo þjóðarblómið holtasóley. Vetarblómið er fyst að blómsta og svo kemur klóelftingin hinar tegundirnar eru að blómstra í um og eftir miðjan maí og í júní.  

Krækilyng er farið að blómstrar snemma eins og vetrarblómið. Blómin á því eru ekki stór eða áberandi en falleg engu að síður.

Við hvetjum alla til að skoða blómin því þau gleðja. 

 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni