Merkingaátak sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi

Skúmur

 

Náttúrustofa Austurlands lauk í vikunni merkingaátaki sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi.

Árangurinn var umfram væntingar, 11 gagnaritar endurheimtust af þeim 19 sem voru settir út í fyrra og 29 fóru út í ár.

Ólíkt síðustu tveimur árum þegar vöktun hófst, var varpið í miklum blóma og flest öll egg klakin eða við að klekjast. Skúmar á Íslandi hafa átt mjög undir högg að sækja og er skúmur ein þriggja hérlendra tegunda sem listaðar eru í bráðri hættu (CR) á válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands.

Þetta átak er hluti alþjóðlegs verkefnis, SEATRACK , sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu sjófugla úr varpbyggðum umhverfis Norður Atlantshaf.

Niðurstöður úr gagnaritunum eru enn óunnar en hrá-punktar gefa mynd um ferðalög skúma utan varptíma eins og þessi skúmur sem að fór frá Íslandi yfir í Norðursjó seinnipart ágúst, þaðan niður að Norðvesturströnd Afríku í október og svo yfir á Reykjaneshrygg áður í mars áður en hann snéri aftur í Húsey í lok apríl.

Árlegri vöktun á skúm í Húsey er þó ekki lokið enn því enn á eftir að fara að telja unga til að mæla varpárangur, sem gert verður um miðjan júlí. Það er hluti af verkefninu Vöktun Náttúruverndarsvæða sem er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa á landinu og var sett á laggirnar að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Allar athugasemdir um að skúmar séu vondir eða ljótir fuglar eru vinsamlegast afþakkaðar, þeir eru nefnilega æðislegir.

Myndir Anouk Fuhrman

7702d543 2443 483c 91e8 70f69076f21f

Rplot01

53c23fd5 f242 417f 851b 356534000c56

 

Teistu talningarí Vigur og Æðey

Á fyrstu tveimur vikum maímánaðar lauk Náttúrustofa Vestfjarða þriðju árlegu athuguninni á teistubyggðum í Vigur. Í ár var Æðey einnig […]

The post Teistu talningar í Vigur og Æðey appeared first on nave.is.

Óskum Guðrúnu til hamingju

Guðrún ÓskarsdóttirÞann 11. júní sl. varði Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni, doktorsritgerðina sína "Successes and failures following long-distance dispersal: Dynamics of mountain birch (Betula pubescens ssp. tortuosa) on a glacial outwash plain". Umfjöllunarefni hennar er vistfræði og nýliðun birkistofnsins á Skeiðarársandi og hún byggir á þremur greinum sem fjalla um: þróunarmynstur fyrstu kynslóðar stofnsins í tíma og rúmi (https://doi.org/10.1002/ece3.9430), fræframleiðslu- og gæði (https://doi.org/10.1093/jpe/rtae049) og tilkomu annarrar kynslóðar birkis á sandinum (í birtingarferli).

 

Guðrún hefur stundað námið af aðlúð samhliða starfi sínu hjá Náttúrustofu Austurlands. Við erum stolt af þessum áfanga og óskum henni til hamingju af öllu hjarta

 

 

 

Guðrún Óskarsdóttir eftir vörn á doktorsverkefni sínu

 

 

Frá Skeiðarársandi

Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða er komin út og má nálgast hér og undir útgefið efni 2023.

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023 appeared first on nave.is.

Fugladagurinn 2024

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna var haldinn laugardaginn 11.maí 2024. Fjaran var að þessu sinni á góðum tíma og að venju var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 9:30 og Leirurnar á Reyðarfirði kl 10:30 eða klukkutíma síðar.

Veðrið á Norðfirði var með besta móti, sól og ágætlega hlýtt en hvessti örlítið eftir því sem leið á morguninn og dró þá ský fyrir sólu. Á Reyðarfirði var breytileg gola og skýjað og hiti í kringum 8°C.

Í ár mættu fjórir einstaklingar á Reyðarfirði en átta á Norðfirði auk starfsfólks frá Náttúrustofunni. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni voru alls 32 fuglategundir á Reyðarfirði en 26 á Norðfirði.

Á Reyðarfirði: grágæsir, skúfendur, bjargdúfur, hettumáfar, stelkar, hrossagaukar, heiðlóur, jaðrakan, kríur, skógarþrestir, hrafnar, maríuerlur, stokkendur, urtönd, sandlóur, rauðhöfðaendur, tjaldar, spóar, silfurmáfur, tildrur, súla, teistur, æðarfuglar, straumendur, sendlingar, hávellur, fýlar (múkkar), svartbakar, toppendur, bjartmáfar, lóuþrælar og auðnutittlingur.
Á Norðfirði: Heiðagæsir, grágæsir, rauðhöfðaendur, stokkendur, æðarfuglar, straumendur, hávellur, toppendur, tjaldar, sandlóur, spóar, jaðrakan, stelkar, tildrur, lóuþrælar, sendlingar, kjói, hettumáfar, silfurmáfar, hvítmáfar, kríur, lómar, fýll (ótalinn), hrafn, maríuerla, þúfutittlingur

 Fugladagurinn


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni