Heilsað upp á hreindýr

89435959 3304390899595834 8791841876463321088 oHeilsaði upp á nokkur hreindýr á Reyðarfirði í gær og þrátt fyrir mikinn snjó eru þau feit og falleg. Innan við álverið var kýr sem Sævar Guðjónsson merkti sem kálf 16. maí 2018 og verður því tveggja ára í vor. Hún sást 19. nóvember 2018 á Þverárdalnum og 18. febrúar 2019 á Litlueyri við Eskifjörð. Var merkt við Andrann og legg því til að kalla hana Öndru.
stories/frettamyndir/2020/2020_03_14_Kyr_Reydarfirdi{/gallery}

 

 

Breytingará fyrirhuguðum fundum vegna Covid-19

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta fyrirhuguðum vinnufundum um Núpsstaðaskóga og Skarðsfjörð sem áttu að fara fram 23. og 24. mars. Ekki er talið forsvaranlegt að kalla fólk saman til skrafs og ráðagerða á þeim tímum sem varað er við samkomum og samvistum með mikilli nálægð. Fundirnir verða auglýstir á ný, um leið og […]

The post Breytingar á fyrirhuguðum fundum vegna Covid-19 appeared first on Nattsa.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2020

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum á Höfn þriðjudaginn 17. mars 2020  kl. 20:00 Að loknum venjubundnum fundarstörfum halda starfsmenn stofunnar tvö erindi úr starfinu. Jaðarlón við sunnaverðan Vatnajökul: Snævarr Guðmundsson. Staða skúmsins á Suðausturlandi: Lilja Jóhannesdóttir. Kaffi, te og veitingar í hléi. Allir velkomnir og hvattir til að mæta, en einnig er […]

The post Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2020 appeared first on Nattsa.

Sandlóur á bakpoka ferðalagi um Evrópu

Rannsóknasetur Háskólans á Suðurlandi einstaklingsmerkti 22 sandlóur í Bolungarvík, á Ísafirði og í Önundarfirði síðastliðið sumar í samvinnu við Náttúrustofu Vestfjarða. Þessar sandlóur fengu dægurrita (e. geolocator) en þeir eru festir á bakið á sandlóunum með „axlarböndum“. Þessir ritar mæla birtutíma eða daglengd og út frá því má sjá hvar fuglarnir hafa verið. En það þarf að ná fuglunum aftur til að hlaða niður gögnunum og verður það verkefni næsta sumars. Nokkrar sandlóur með þessa bakpoka hafa sést á ferðalagi sínu um vesturströnd Evrópu. Karlfugl frá Bolungarvík sást á Norður Spáni í ágúst og svipuðum tíma sást maki hans í Frakklandi. Tveir fuglar hafa sést í árósum Tagus fljótsins við Lissabon 27. feb og 7. mars, annar er karlfugl frá Suðurtanga á Ísafirði en hinn er kvenfugl frá Holtsodda í Önundarfirði. Fyrstu sandlóurnar koma um miðjan apríl en toppur er í komu þeirra í lok apríl eða byrjun maí. Það geta því verið um tveir mánuðir þangað til þessir fuglar koma á varpstöðvar.

Náttúruvernd og efling byggðar–vinnustofur um Núpsstaðarskóga og Skarðsfjörð

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofa um framtíð Skarðsfjarðar og Núpsstaðarskóga, en svæðin eru á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eiga mögulega friðlýsingu þeirra á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundunum verða skoðaðar ólíkar sviðsmyndir […]

The post Náttúruvernd og efling byggðar – vinnustofur um Núpsstaðarskóga og Skarðsfjörð appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is