Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur verður lokað í sumar 2020 vegna endurskipulagningar

Umfangsmikil rannsókn á tíðni og álagi sjávarlúsa á villtum laxfiskum

Rannsókn á tíðni og álagi laxa- og fiskilúsa á villtum laxfiskum fékk veglegan styrk í ár og rannsóknir hefjast á næstu dögum. Árið 2017 var gerð umfangsmikil rannsókn á sjávarlúsum á villtum laxfiskum á Vestfjörðum, rannsóknin náði til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Nauteyri og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í ár verður farið í þessa sömu firði auk Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur styrkt þessar rannsóknir. Hægt er að nálgast skýrslu um rannsóknina á heimasíðu Náttúrustofunnar „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017 NV nr. 32-18“ auk rannsóknar sem gerð var í Patreksfirði á síðasta ári „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Patreksfirði 2019 NV nr. 19-19“ en Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðarstrandarsýslu styrkti þá rannsókn.  

 

Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagins Hornafjarðar 2018 og samstarfsaðilar voru landeigendur á Kvískerjum. Var skýrslan unnin veturinn 2018-2019 og vorið 2020. Helstu niðurstöður ástandsmatsins á Kvískerjum árið 2018 sýna að ástand gróðurs er sæmilegt. Á […]

The post Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018 appeared first on Nattsa.

Vöktun grjótkrabba 2020 hafin

Þetta er 14. árið sem rannsóknir og vöktun grjótkrabba fara fram hér við land. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum hafa yfirumsjón með verkefninu.Rannsóknir og vöktun okkar á kröbbum sl. 14 ár hafa sýnt fram á miklar breytingar við SV-land. Hinni framandi tegund grjótkrabba fjölgar s [...]

Styrkurúr Loftslagsjóði til fræðsluverkefnis um náttúru og vöktun dýra

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, Sand…

Náttúrustofa Norðurlands Vestra og Selasetur Íslands í samstarfi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagsjóði í verkefni sem nefnist Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra.  Verkefnið verður unnið...

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni