Fjársjóður framtíðar

Annar þáttur Fjársjóðs framtíðar sem sýndur var 16.maí var tileinkaður rannsóknum á loftslagsbreytingum. Þar var m.a. fjallað um breytingar á vistkefum landsins samfara hækkandi hitastigi. Rætt var við forstöðumann Náttúrustofunnar um landnám framandi tegunda í sjó.Hægt er að horfa á þáttinn með því a [...]

Kynnisferð Náttúrustofu Norðausturlands til Seattle

Dagana 17. – 23. apríl s.l. dvaldist starfsfólk Náttúrustofu Norðausturlands í Seattle í Bandaríkjunum, ásamt starfsfólki Þekkingarnets Þingeyinga og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Húsavík. Í Seattle heimsótti starfsfólk Náttúrustofunnar m.a. aðila sem sinna rannsóknum á sjófuglum og fræddist um störf þeirra reynslu og þekkingu. Í University of Puget Sound í Tacoma, rétt sunnan […]

Plastmenguní hafi og plast í fýlum

Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum  (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR svæðinu. OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar. […]

Sjö ára gamall „portúgalskur“ jaðrakan sást í Bolungarvík

Fuglar eru litmerktir til að auðveldara sé að fylgjast með ferðum þeirra og lífsháttum. Hver fugl ber einstaka samsetningu lithringja eða litflagga og má þekkja þá á löngu færi án þess að ná þeim aftur.

Þessi jaðrakan (Limosa limosa) sem sást til 7. maí í Bolungarvík er slíkt dæmi og var fuglinn merktur í Portúgal nóvember 2011. Síðan hann var merktur hefur sést til hans nokkrum sinnum í Portúgal, einu sinni í Hollandi og síðast tvísvar í Vorsabæ í Árnessýslu um vorið 2017. Ekki hefur sést til hans á Vestfjörðum fyrr en núna. Nú er spurning hvort að þessi fugl sé að verpa hér á svæðinu eða hvort hann hafi bara komið í heimsókn. Jaðrakanar verpa dreift um Vestur- og mið-Evrópu, oft í Hollandi og austur um Rússland. Til eru íslenskir jarðrakanar (Limosa limosa islandica) en þeir verpa nær eingöngu á Íslandi og halda svo að norður- og vesturmörkum útbreiðslusvæðis tegundarinnar yfir vetrartímann til dæmis til Bretlandseyja, stranda Vestur-Evrópu; frá Þýskalandi, til Portúgals og Marókko en flestir finnast á Írlandi.

Flestar algengar fuglategundir mættar vestur

Um þessar mundir eru flestar algengar fuglategundir mættar til Vestfjarða. Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur en þann 22. mars sást til hans í garðinum a Bassastöðum í Steingrímsfirði. Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er mætt en til hennar sást á Hólmavík þann 19. apríl. Til jarðraka (Limosa limosa) sást á Bassastöðum og í Önundarfirði en hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) hefur sést á Bassastöðum, í Súðavík og á Flateyri. Til sandlóu (Charadrius hiaticula) sást í botni Hestfjarða þann 30. apríl. Spói (Numenius phaeopus) sást sama dag í Engidal. Spói er algengur varpfugl á Íslandi. Hann heldur sig í Vestur-Afríku yfir vetrartímann og eru dæmi um að hann hafi flogið frá Íslandi til Afríku án þess að stoppa á leiðinni.

Nú erum við að bíða eftir kríunni en hún ætti að vera á leiðinni frá Suður-Afríku og Suðurskautslandinu þar sem hún dvelur frá u.þ.b. september til maí.

Við þökkum þeim fuglaáhugamönnum sem hafa látið vita af þeim fuglum sem þeir hafa fylgst með og sent upplýsingar á netfangið svartfugl@snerpa.is.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is