Náttúrustofan á Líffræðiráðstefnunni 2023
Náttúrustofa Vesturlands átti 8 framlög á nýliðinni Líffræðiráðstefnu, sem haldin var í Öskju og Íslenskri erfðagreiningu dagana 12.-14. október. Ráðstefnan er stærsta samkoma líffræðinga á Íslandi og sækja hana mörg hundruð manns. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir líffræðinga til að hittast og skiptast á þekkingu og skoðunum. Í ár voru flutt hátt í 100 erindi og lítið færri veggspjöld sýnd. Ráðstefnan er haldin af Líffræðifélagi Íslands annað hvert ár – […]