Ný grein–Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun

Íslenski arnarstofninn einkennist af skyldleikaæxlun og er erfðafræðilega einsleitur. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í glænýrri vísindagrein hóps evrópskra fræðimanna, sem birtist í vísindaritinu Molecular Ecology. Verkefnið var unnið undir stjórn sérfræðinga við Háskóla Íslands en sérfræðingar á Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og deCODE komu einnig að greininni. Litlu munaði að íslenskum […]

Ný grein um selaskoðun og ferðamenn

Ný grein um selaskoðun og ferðamenn

Nýverið birtist í tímaritinu „Ocean & Coastal Management“ grein um mun milli kynja hvað varðar mat á náttúruverðmætum og stjórnun með skýrskotun til selaskoðunar en á ensku er titill greinarinnar: „Gender difference in biospheric values and opinions on nature management actions: The case of seal watching in Iceland“. Höfundar eru Cécile M. Chauvat, starfsmaður NNV, Sandra M. Granqvist forstöðumaður selarannsókna hjá Selasetrinu og starfsmaður Hafrannsóknastofnunar og Jessica Aquino lektor við Háskólann á Hólum.

Vöktun refa á Íslandi: Fleiri hræ frá Austurlandi skila sér til rannsókna.

refurFrá árinu 2019 hefur Náttúrustofa Austurlands, að frumkvæði Fjarðabyggðar, tekið á móti refahræjum frá veiðimönnum úr sveitarfélaginu og sent þau áfram til Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) til rannsókna. Eins og kemur fram á vefsíðu NÍ byggjast rannsóknir á stofnstærð íslenska refastofnsins að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land sem senda stofnuninni hræ af felldum dýrum til krufninga. Lengi vel hafa hlutfallslega fá hræ skilað sér frá Austurlandi, en frá því þetta fyrirkomulag var tekið upp hjá Fjarðabyggð hefur sýnum héðan fjölgað verulega. Margs konar upplýsinga er hægt að afla með því að rannsaka hræin m.a. um aldur, frjósemi og líkamsástand.

Skyttur sem skila inn hræjum fá upplýsingar um allar mælingar sem gerðar eru á dýrunum sem þeir senda inn. Einnig fá þær samantekt af niðurstöðum vöktunar frá landinu í heild þar sem niðurstöðurnar eru settar í samhengi við það sem vitað er úr fortíðinni ásamt samanburði við erlendar rannsóknir.

Mikið af dýrunum sem skilað er inn frá Austurlandi eru veidd að vetrarlagi, frá janúar til mars, en langflest dýrin eru veidd á grenjum í júní. Í bréfi sem NÍ sendi veiðimönnum síðla árs 2021 kom m.a. fram að stærð íslenska refastofnsins fram til ársins 2018 hafi verið endurmetinn og sé að lágmarki um 8700 dýr. Í upphafi stofnmælinga árið 1979 hafi áætlaður fjöldi verið innan við 1300 dýr, sem náði hámarki árið 2008 en féll eftir það og var í lágmarki árið 2012. Tók þá refum að fjölga á ný og frá 2012 - 2018 hefur stofninn verið í vexti.
Ljósm: SGÞ

 

 

 

 

Vetrarfuglatalningu 2022 lokið

Nú hefur árlegu vetrarfuglatalningunum á Vestfjörðum verið lokið. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að […]

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Um áramótin tók til starfa nýr starfsmaður hjá Náttúrustofunni, Álfur Birkir Bjarnason. Álfur er með B.Sc. gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og í tölvunarstærðfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Álfur kemur inn í 50% stöðu til að byrja með en samhliða henni vinnur hann sem verkefnastjóri hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Áður hefur Álfur m.a. starfað sem stundakennari […]

The post Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni