Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar: Árbók FÍ 2024

97. árbók Ferðafélags Íslands Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar kom út 2024.Vorið 2024 kom út árbók Ferðafélags Íslands, og er það í 97. árið í röð sem það gerist. Árbókin 2024 heitir – Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar –   og eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um svæði sem nær frá Djúpá í Fljótshverfi austur í Steinadal í Suðursveit. Það markast í […]

The post Sunnan Vatnajökuls – Frá Núpsstað til Suðursveitar: Árbók FÍ 2024 appeared first on Nattsa.is.

Nýr starfskraftur hjá NNv

Nýr starfskraftur hjá NNv

Í byrjun þessa mánaðar var Rakel Þorbjörnsdóttir, náttúru- og umhverfisfræðingur, ráðin að Náttúrustofu Norðurlands vestra. Rakel er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskóla Íslands sem og diplómu í Fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum. Verkefni hennar verða ýmis rannsóknarverkefni sem og önnur verkefni sem til falla. Aðstaða Rakelar verður í aðalstöð NNv á Sauðárkróki. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í teymið okkar!

Gróðurvöktun í Mjóadal

Dagana 13.-14. ágúst skruppu starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands í gróðurathugun í Mjóadal í Þingeyjasveit.   Mjóidalur er eyðidalur sem liggur í hálendisbrúnum Þingeyjasveitar inn af Bárðardal í um 400 m hæð. Hann opnast fremst í dalnum vestan Skjálfandafljóts innan við bæinn Mýri. Starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands við gróðurreit í Mjóadal sumarið 2024 Í skýrslu Fornleifastofnunar Íslands, „Fornleifar fremst […]

Velskur jaðrakan í Hjaltastaðaþinghá

jadrakanÞað er alltaf spennandi að sjá merkta fugla. Í júní sl. sá starfsmaður Náttúrustofunnar litmerktan jaðrakan (Limosa limosa) við Tjarnarland í Hjaltastaðaþinghá. Í ljós kom að hann hafði verið merktur í Bangor Harbour í Wales þann 28.janúar 2024 ásamt fleiri fuglum. Að sögn merkjanda var þetta  fyrsta tilkynningin frá Íslandi, um fuglana sem þeir merktu.  Jaðrakaninn stoppaði þó ekki lengi hér og var strax í lok júlí komin aftur til Bretlands, en hann sást þá í Cheshire, ríflega 100 km frá merkingarstað.


Jaðrakanar hafa breiðst mjög um landið undanfarna áratugi. Þeir eru láglendisfuglar sem verpa einkum í votlendi og sækja mikið í graslendi. Eins og kemur fram í ársskýrslu Náttúrustofu a Austurlands frá 2023 hefur verið fylgst með þéttleika jaðrakans í mófuglatalningum á nokkrum stöðum á Héraði um áratugaskeið. Að meðaltali sáust 11 fuglar á ferkílómeter (m.v. lágmarksþéttleika) á tímabilinu 2009-2023 á öllum svæðum, minnst 6 fuglar og mest 17 fuglar. Þéttleiki hefur minnkað marktækt á tímabilinu.
Nánar má lesa um jaðrakana á vef Náttúrufræðistofnunar.

Fortíðarsamtal fyrir framtíðina

Viðtöl voru tekin við fjórar konur úr Skaftafellssýslum. Frá vinstri til hægri: Elínborg Pálsdóttir, Halla Bjarnadóttir, Ingibjörg Zophoníasdóttir og Laufey Lárusdóttir.Á dögunum birtum við fjögur viðtöl á YouTube rás stofunnar sem Snævarr Guðmundsson og Kristín Hermannsdóttir tóku við eldri konur úr Skaftafellssýslum á árunum 2020 og 2021. Rætt var við: Elínborgu Pálsdóttur, fædd á Böðvarshólum í Vesturhópi 3. september 1923, en flutti síðar á Höfn. Viðtalið er tekið 3. september 2021 Höllu Bjarnadóttur, fædd á […]

The post Fortíðarsamtal fyrir framtíðina appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni