Styrkur til Náttúrustofu Vestfjarða

Verkefni hjá Náttúrustofu Vestfjarða sem rannsakar sjávarlús á villtum laxfiskum fékk nýverið framhaldsstyrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis að upphæð 5,5 m.kr. Verkefnið er eitt af sjö verkefnum sem fá styrk í ár en alls bárust sjóðnum 19 umsóknir.

Fiskeldi með laxfiska í sjókvíum hefur aukist hratt á skömmum tíma hér við land og vöktun laxalúsar á villtum laxfiskum er líklega besti mælikvarðinn á hvort eldisfiskur í sjókvíum hafi neikvæð áhrif á villta stofna í nágrenni við eldissvæði. Eldislaxinn er án lúsa þegar hann er settur í kvíar en þar sem saman er komin mikill fjöldi hýsla fyrir sníkjudýr eins og lúsina þá er hætta á mögnun lúsasmits og lúsaálags.

Í rannsóknum og vöktun á lús á villtum laxfiskum í Norður Atlantshafinu er lögð áhersla á tvær tegundir sjávarlúsa sem báðar sækja í laxfiska og eru utanáliggjandi sníkjukrabbadýr úr ættinni Caligidae. Önnur er af ættkvísl Caligus og er svokölluð fiskilús af tegundinni Caligus elongatus og hin er af ættkvísl Lepeophteirus en það er svokölluð laxalús af tegundinni Lepeophtheirus salmonis https://www.itis.gov/servlet/SingleRpt/SingleRpt?search_topic=TSN&search_value=89008#null

Fiskilúsin Caligus elongatus er ekki talin tegundaháð og hefur verið skráður hýsill á fleiri en 80 mismunandi fisktegundum um allan heim. Helstu hýslar laxalúsarinnar Lepeophtheirus salmonis í Norður- og Vestur Evrópu eru lax, sjóbirtingur og sjóbleikja, lúsin finnst mjög sjaldan á öðrum tegundum fiska (Kabata 1979).

Kabata, Z. 1979. Parasitic copepoda of British fishes. Ray Society, 152. London: Ray Society.

Þari í austanverðum Húnaflóa (skýrsla)

Myndir frá Hofsgrunni

Undanfarin misseri hefur NNV í samstarfi við Biopol á Skagaströnd stundað athuganir á þarabreiðum í austanverðum Húnaflóa. Til þess var notast við myndatökur með neðansjávardróna. Myndefnið má sjá í nýútgefinni skýrslu. Verkefnið var styrkt af SSNV

Áhrif loftlagsbreytinga á bleikjustofna

Bleikjuafbrigðin í Vatnshlíðarvatni: Mynd Bjarni Jónsson

Ný vísindagrein þar sem Vatnshlíðarvatns bleikjan kemur við sögu, Genetic population structure and variation at phenology‐related loci in anadromous Arctic char (Salvelinus alpinus) var að koma út í vísindaritinu „Ecology of Freshwater Fish“.Loftslag...

Oddalús, litrík fiðrildi, risamaðkur, turnfálki og marmaratíta

Oddalús sem náðist í Sílapollinum á Borgarfirði eystri - Ljósmyndari: Pálmi BenediktssonÞað er oft forvitnilegt að leita svara við fyrirspurnum sem berast Náttúrustofunni.
Meðal þess sem hefur komið hefur inn á borð til okkar undanfarið eru myndir af
oddalús (Idotea balthica ) sem náðist í Sílapolli á Borgarfirði eystri, en hún hefur
ekki verið staðfest áður á þessu svæði. Oddalúsin fékk frelsið eftir myndatökur.

 

 

Þistilfiðrildi (Vanessa Cardui) Ljósmynd: Stefán Jökulsson


Í kringum mánaðarmótin júlí- ágúst var tilkynnt um litrík fiðrildi sem höfðu sést víða á fjöllum, m.a við Kverkjökul, Hvannalindir, nálægt Brúarjökli og inn við Bjarnahýði. Reyndust þetta vera þistilfiðrildi (Vanessa cardui ). Á vef Náttúrufræðistofnunar íslands má lesa um þistilfiðrildi.

Í júlí fengum við fregnir af myndarlegum ánamaðki á Egilsstöðum, hann var 34 cm langur og talið að  þar hafi verið á ferðinni skoskur ánamaðkur (Lumbricus terrestris).

 

Turnfálki (Falco tinnunculus) Ljósmyndari: Sigurður Kristinn Guðmundsson

Í lok ágúst fengum við sendar myndir af fugli sem náðist um borð í togara. Fuglinn reyndist vera turnfálki (Falco tinnunculus) og var honum sleppt við komuna til Neskaupstaðar.

Fyrir síðust jól barst okkur marmaratíta (Halyomorpha halys ) sem fannst í ávöxtum í Fjarðabyggð. Þær slæðast hingað í auknum mæli frá S-Evrópu þar sem tegundin er tiltölulega nýr landnemi frá Asíu þar sem hún er illa þokkaður skaðvaldur í ávaxtaræktun. Marmaratíta hefur ekki áður fundist á Austurlandi en staðfestur fundarstaður verður merktur fljótlega á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánari umfjöllun um tegundina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

 

Oddalús, litrík fiðrildi, risamaðkur, turnfálki og marmaratíta

Oddalús sem náðist í Sílapollinum á Borgarfirði eystri - Ljósmyndari: Pálmi BenediktssonÞað er oft forvitnilegt að leita svara við fyrirspurnum sem berast Náttúrustofunni.
Meðal þess sem hefur komið hefur inn á borð til okkar undanfarið eru myndir af
oddalús (Idotea balthica ) sem náðist í Sílapolli á Borgarfirði eystri, en hún hefur
ekki verið staðfest áður á þessu svæði. Oddalúsin fékk frelsið eftir myndatökur.

 

 

Þistilfiðrildi (Vanessa Cardui) Ljósmynd: Stefán Jökulsson


Í kringum mánaðarmótin júlí- ágúst var tilkynnt um litrík fiðrildi sem höfðu sést víða á fjöllum, m.a við Kverkjökul, Hvannalindir, nálægt Brúarjökli og inn við Bjarnahýði. Reyndust þetta vera þistilfiðrildi (Vanessa cardui ). Á vef Náttúrufræðistofnunar íslands má lesa um þistilfiðrildi.

Í júlí fengum við fregnir af myndarlegum ánamaðki á Egilsstöðum, hann var 34 cm langur og talið að  þar hafi verið á ferðinni skoskur ánamaðkur (Lumbricus terrestris).

 

Turnfálki (Falco tinnunculus) Ljósmyndari: Sigurður Kristinn Guðmundsson

Í lok ágúst fengum við sendar myndir af fugli sem náðist um borð í togara. Fuglinn reyndist vera turnfálki (Falco tinnunculus) og var honum sleppt við komuna til Neskaupstaðar.

Fyrir síðust jól barst okkur marmaratíta (Halyomorpha halys ) sem fannst í ávöxtum í Fjarðabyggð. Þær slæðast hingað í auknum mæli frá S-Evrópu þar sem tegundin er tiltölulega nýr landnemi frá Asíu þar sem hún er illa þokkaður skaðvaldur í ávaxtaræktun. Marmaratíta hefur ekki áður fundist á Austurlandi en staðfestur fundarstaður verður merktur fljótlega á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánari umfjöllun um tegundina á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

 

 


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is