Vöktun náttúruverndarsvæða
Náttúrustofa Norðausturlands tekur þátt í stóru vöktunarverkefni sem hefur þau markmið að vakta náttúrufar m.t.t. álags ferðamanna, einkum á náttúruverndarsvæðum. Vöktunin er unnin að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, náttúrustofa á landinu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og þjóðgarðsins á Þingvöllum. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um og er ábyrgðaraðili verkefnisins. Verkefnið hófst árið 2019 með […]