Tjaldurinn er mættur

Tjaldur Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er mættur á Austurlandið en til hans sást í Mjóafirði þann 3. mars. Einnig hefur sést til hans á Eskifirði síðustu vikur. Þeir tjaldar sem dvelja hér á landi eru að mestu farfuglar en nokkur þúsund hafa hér vetursetu, meðal annars í Berufirði.

Á næstu vikum má búast við komu ýmissa farfugla til landsins og þar með fer vorið að  gera vart við sig.

Gaman væri að heyra frá almenningi af komu annarra farfugla.

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og forstöðumaður náttúrustofunnar, mun halda fyrirlestur á hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar miðvikudaginn 26. febrúar n.k. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi á vef Náttúrufræðistofnunar

Dásamleg útivera - skemmtilegt sumarstarf

IMG 9246

Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og drífandi náttúrufræðingum eða náttúrufræðinemum til að taka þátt í sumarverkefnunum með okkur. M.a. að sinna mælingum á flæði gróðurhúsalofttegunda og aðstoða við rannsóknir á gróðri og fuglum. Viðvera á Austurlandi á meðan á ráðningu stendur er skilyrði og mikilvægt er að viðkomandi sé með bílpróf. Mögulegt er að starfið geti teygst fram á haustið ef það hentar viðkomandi.

Umsókn með ítarlegri ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið sendist á kristin@na.is með fyrirsögninni: Sumarstarf 2025. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknafrestur til 5.mars 2025.

Frekari upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (kristin@na.is).