Fugladagurinn 2023

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 29.apríl 2023. Fjaran var óvenju seint og var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 15:00 en við Leirurnar á Reyðarfirði kl.16:00 eða klukkutíma síðar.

Fallegur dagur léttskýjað en svalt og vindur og hitastigið 2-4°C.  Í ár mættu 5 manns á Norðfirði, að starfsmanni Náttúrustofunnar meðtöldum en 7 á Reyðarfirði. Að þessu sinni sáust 24 fuglategundir á Reyðarfirði en 14 tegundir á Norðfirði.
Tegundirnar sem sáust á Reyðarfirði voru: Grágæs, heiðlóa, bjargdúfa, silfurmáfur, hettumáfur, maríuerla, þúfutittingur, skógarþröstur, svartbakur, hrossagaukur, stelkur, urtönd, tjaldur, æðarfugl, stokkönd, sandlóa, hávella, himbrimi, skúfönd, tildra, toppönd, fýll, teista og jaðrakan. Auk þess sást einn landselur.
Á Norðfirði sáust: Grágæs, æðarfugl, hávella, toppönd, tjaldur, sandlóa, sendlingur, tildra, stelkur, hettumáfur, stormmáfur, silfurmáfur, skógarþröstur og heiðlóa.

Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á austurlandið um þetta leyti og því hending að þær sjáist í svo stuttri athugun.

101 5343 Reyðarfj

20230429 153927 Norðfj

Áhrif norrænna álvera á nærumhverfi sitt

ESPIALNáttúrustofa Austurlands tók þátt í vinnu við samantektarskýrslu um áhrif norrænna álvera á nærumhverfi sitt. Skýrslan er uppfærsla á eldri og þekktri skýrslu frá 1994. Skýrslan er unnin í samvinnu fjölmargra stofnana sem hafa sinnt rannsóknum og vaktað umhverfisáhrif álvera á Norðurlöndum

Ættartengsl íslenskra háhyrninga birt í fyrsta sinn

Nú birtist í fyrsta sinn skýrsla sem inniheldur skrá yfir fjölskyldutengsl háhyrninga í kvenlegg við strendur Íslands. Þar er fjallað um háhyrninga sem sáust við Snæfellsnes í 737 tilvikum á árunum 2014-2023. Félagskerfi háhyrninga byggir á fjölskylduhópum sem leiddir eru af eldri kvendýrum. Afkvæmi fylgja yfirleitt móður sinni alla ævi. Vegna þessa byggist ættartré hvers […]

Vorið er komið og grundirnar gróa.

Heiðlóa. Mynd EÓÞ.

Undanfarna daga hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra. Farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana. Enn er einhver bið eftir þúfutittlingi, steindepli og maríuerlu. Af andfuglunum þá hafa flestar tegundir sést meðal annars tvö pör af hinni sjaldgæfu skeiðönd.

Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022

Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni