Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur verður lokað í sumar 2020 vegna endurskipulagningar

Umfangsmikil rannsókn á tíðni og álagi sjávarlúsa á villtum laxfiskum

Rannsókn á tíðni og álagi laxa- og fiskilúsa á villtum laxfiskum fékk veglegan styrk í ár og rannsóknir hefjast á næstu dögum. Árið 2017 var gerð umfangsmikil rannsókn á sjávarlúsum á villtum laxfiskum á Vestfjörðum, rannsóknin náði til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Nauteyri og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í ár verður farið í þessa sömu firði auk Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur styrkt þessar rannsóknir. Hægt er að nálgast skýrslu um rannsóknina á heimasíðu Náttúrustofunnar „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017 NV nr. 32-18“ auk rannsóknar sem gerð var í Patreksfirði á síðasta ári „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Patreksfirði 2019 NV nr. 19-19“ en Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðarstrandarsýslu styrkti þá rannsókn.  

 

Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagins Hornafjarðar 2018 og samstarfsaðilar voru landeigendur á Kvískerjum. Var skýrslan unnin veturinn 2018-2019 og vorið 2020. Helstu niðurstöður ástandsmatsins á Kvískerjum árið 2018 sýna að ástand gróðurs er sæmilegt. Á […]

The post Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018 appeared first on Nattsa.

Vöktun grjótkrabba 2020 hafin

Þetta er 14. árið sem rannsóknir og vöktun grjótkrabba fara fram hér við land. Náttúrustofa Suðvesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum hafa yfirumsjón með verkefninu.Rannsóknir og vöktun okkar á kröbbum sl. 14 ár hafa sýnt fram á miklar breytingar við SV-land. Hinni framandi tegund grjótkrabba fjölgar s [...]

Ungar snemma á ferðinni

Christian Gallo og Hafdís Sturlaugsdóttir fóru í fuglaskoðun á vegum NAVE nýlega. Bæði grágæs og álftir sáust með ungum. Við viljum minna alla fuglaáhugamenn á að fara gætilega við að eltast við unga því þeir geta orðið viðskila við forledrana. Ekki síst ef leiðin liggur milli hreiðurs og sjávar eða vatna þar sem ungarnir læra að afla sér fæðu. 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni