Blað- og flatmosar hýsa ólíka örverubíótu og sveppafungu.

Að fjallabaki þar sem hugað er að vænlegum sýnatökustöðum.

Nýbirt er vísindagrein, unnin í samstarfi við örverufræðinga á Spáni, sem afhjúpar fjölbreytileika baktería og sveppa sem vaxa á, í og undir mosa á hálendi Íslands. Rannsóknin byggir á alls 15 sýnum sem safnað var að Fjallabaki sumarið 2017 en sýnum var safnað á berum jarðvegi auk þess sem safnað var sýnum af jarðvegi undir blaðmosanum melagambra og flatmosanum heiðahélu en einnig var...

Ísabrot

Í farvegi Blöndu við Hrútey hefur safnast upp mikil og þétt íshrönn af brotnum ísjökum og situr hún …

Undanfarna daga hafa ár víða um land verið að ryðja sig í hlýindum og vatnsviðri. Kuldar í desember og janúar voru langvarandi og frost víða mikið, sérstaklega inn til dala. Á Norðurlandi vestra voru þá allar ár lagðar og ísinn víða um 60-80 cm þykkur og sumstaðar jafnvel allt að 120 cm á þykkt. Þegar að ísinn á ánum brotnar upp og ryðst fram með vatnsflóðum...

Ný grein – Kvenháhyrningur annast grindhvalskálf

Glæný vísindagrein Náttúrustofu Vesturlands og samstarfsaðila lýsir því að háhyrningur hafi sést annast kálf annarrar tegundar, en því hefur aldrei áður verið lýst í vísindariti. Kvenháhyrningurinn sem um ræðir nefnist „Sædís“ (einkennisnúmer SN0540) og sást í nánu samneyti við nýfæddan grindhvalskálf við Snæfellsnes í ágúst 2021. Engir aðrir grindhvalir voru í nágrenninu á þeim tíma. […]

Sjógöngufiskar og laxalýs í Jökulfjörðum

Náttúrustofa Vestfjarða kannaði sjávarlúsaálag á villtum laxfiskum í Leirufirði í Jökulfjörðum sumarið 2021 með styrk frá Fiskræktarsjóði. Með því að […]

Ný grein–Íslenska arnarstofninum stafar ógn af skyldleikaæxlun

Íslenski arnarstofninn einkennist af skyldleikaæxlun og er erfðafræðilega einsleitur. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í glænýrri vísindagrein hóps evrópskra fræðimanna, sem birtist í vísindaritinu Molecular Ecology. Verkefnið var unnið undir stjórn sérfræðinga við Háskóla Íslands en sérfræðingar á Náttúrustofu Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands og deCODE komu einnig að greininni. Litlu munaði að íslenskum […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni