Vel heppnuð afmælisveisla

20251027 164528web

Náttúrustofan bauð til veislu í Safnahúsinu í Neskaupstað sl. mánudag í tilefni af 30 ára afmæli sínu, en formlegur afmælidagur var á Jónsmessu þann 24. júlí sl.

Boðið var upp á erindi og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna og reyndar líka fullorðna sem tengja vel við barnið í sér og fullorðinsleg börn. Kósíheit voru í fyrirrúmi og var skemmtileg tilbreyting að skoða safngripina í kertaljósi og að spjalla yfir góðum veitingum.

Frábær mæting var í veisluna, en vel yfir 100 manns mættu og fjöldi fallegra kveðja bárust frá þeim sem ekki áttu heimagengt.

Kæru vinir og velunnarar – við viljum þakka ykkur öllum fyrir komuna og góðar kveðjur!

20251027 181146web

20251027 173750web

20251027 183128web     20251027 183455web

20251027 183508web     20251027 183513web

20251027 184024web    20251027 184034web

IMG 6663web

 

Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.

The post Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.

Kósý afmælisveisla Náttúrustofu Austurlands

2025 afmæisNA localmynd (21 x 29.7 cm)web

Afmælisveislan í Safnahúsinu 27. október n.k. milli 17 og 19

17-18: Stutt erindi í Tryggvasafni á neðri hæð

17-19: Uppákomur á efri hæðum safnsins:

Skoðum saman fjaðrir, leirum uppáhalds dýrið í sýningunni, fjársjóðsleit, skoðum íslensk fiðrildi og steina, leitum að leðurblökunni o.fl. uppákomur.

17-19: Léttar veitingar

 

Dagskrá erinda hefst 17:10 með ávarpi

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar - ávarp

 17:10-18:00

Stutt 5-7 mínútna erindi þar sem starfsmenn Náttúrustofunnar reyna að svara spurningum eins og:

· Kunna líffræðingar ekki að telja?

· Af hverju veiðum við hreindýr?

· Hvað gera þau á Náttúrustofunni eiginlega?

· GPS kragar geta sagt okkur hvert grágæsirnar fara en geta þær sagt okkur hvað þær eru margar?

 · Stuttnefja eða álka, eða kannski stuttnefjuð álka? Á hvað skýtur þú ?

· Hvað eru hreindýrin að gera á mismunandi árstímum?

· Af hverju þarf að telja hreindýr árið um kring?

· Af hverju eru mýsnar í Egilsstaðaskógi með naglalakk?

· Er munur á svartfuglum veiddum að hausti og að vori og skiptir það máli?

· Er lúpína lífshættuleg?

· Hraustir hreinar! Eru hreindýrin á Íslandi ekki örugglega best í heimi?