Vel heppnuð afmælisveisla

Náttúrustofan bauð til veislu í Safnahúsinu í Neskaupstað sl. mánudag í tilefni af 30 ára afmæli sínu, en formlegur afmælidagur var á Jónsmessu þann 24. júlí sl.
Boðið var upp á erindi og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna og reyndar líka fullorðna sem tengja vel við barnið í sér og fullorðinsleg börn. Kósíheit voru í fyrirrúmi og var skemmtileg tilbreyting að skoða safngripina í kertaljósi og að spjalla yfir góðum veitingum.
Frábær mæting var í veisluna, en vel yfir 100 manns mættu og fjöldi fallegra kveðja bárust frá þeim sem ekki áttu heimagengt.
Kæru vinir og velunnarar – við viljum þakka ykkur öllum fyrir komuna og góðar kveðjur!





Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.web.png)