Bjargfuglar 2023:Óvenjulegt ár!
Eins og áður tók Náttúrustofa Vesturlands í sumar þátt í vöktun bjargfugla á landsvísu með því að heimsækja vöktunarsnið á Snæfellsnesi og í eyjum sunnanverðum Breiðafirði. Verkefninu á landsvísu er stýrt af Náttúrustofu Norðausturlands og er einkum unnið af náttúrustofum. Undir verkefnið heyra rita og fýll, ásamt svartfuglunum langvíu, stuttnefju og álku. Ákveðnir staðir í […]