
Í vöktunarleiðangri á vegum NNv og LBHÍ fannst birki í Bræðraskeri en vaktaðir voru fastir reitir í Kára-, Bræðra- og Maríuskeri Breiðamerkurjökuls. Fimm nýjar tegundir æðplantna fundust í Maríuskeri og hafa fundist 47 tegundir æðplantna þar og 62 í Bræðraskeri en á elsta skerinu, Káraskeri hafa fundist 71 tegund.