Gulsvešjur fundust į Vestfjöršum

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Ekki er vitað hvenær þær komust inn í bílskúrinn en öll þrjú dýrin voru dauð þegar þau fundust. Ekki er vitað hvort að þessi skordýr búa í Tunguskógi í Tungudal en það verður athugað á næstu vikum. Það lítur út fyrir að þetta skordýr finnst nú í fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vitað er um þrjá aðra fundarstaði á Íslandi: Reykjavík (1986), Keflavík (2002) og Vogar (2004).

Alguli hausinn er aðaleinkenni gulsveðjunnar en lítið er vitað um lífshætti hennar nema að hún lífir á barrtrjám, eini, þin (Abies), greni (Picea) og furu (Pinus). Hún berst hingað til lands með við en er útbreiddust á Spáni, í S-Rússlandi, N-Afríku og í Miðausturlöndum.

Nánari upplýsingar: Gulsveðja (Urocerus sah)

Náttúrustofa Vestfjarða þakkar fyrir þessi dýrasýni og langar okkur að ítreka við fylgjendur okkar um að hafa samband við okkur þegar einhver óvenjuleg náttúrufyrirbæri finnast.

Dagur hinna villtu blóma

2017 Blomadagurinn austurland Sunnudaginn 18.júní næstkomandi.

Hólmanes
Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu kl. 12:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda.

Egilsstaðir
Gengið frá bílastæði við Miðhúsaá stutt ofan við Áningastein eftir göngustíg að Fardagafossi. Lagt af stað kl. 09:30 og komið til baka um kl. 12:00.

Leiðsögn: Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands.
    
Frítt fyrir alla, góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar fyrir allt landið á vefnum
http://floraislands.is/Annad/blomdag.html

Sumarstarfsmenn

Ķ sumar munu tveir sumarstarfsmenn starfa hjį Nįttśrustofu Sušausturlands. Pįlķna Pįlsdóttir hóf störf 1. jśnķ og mun hafa ašsetur ķ Skaftįrhreppi. Hśn mun vinna ķ samstarfsverkefni meš Landgręšslunni – “Bęndur gręša landiš” og einnig ķ verkefni um įgang gęsa ķ ręktarlönd. Eirķka Ösp Arnardóttir hóf störf 7. jśnķ og mun vinna viš set- og kornastęršargreiningu […]

The post Sumarstarfsmenn appeared first on Nattsa.

Įrsskżrsla 2016 komin śt

Ársskýrsla Náttúrustofa Vestfjarða fyrir árið 2016 er komin út.

2016 var tuttugasta starfsárið náttúrustofunar en hún er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið. 

það eru sex sveitarfélög sem eiga formlega aðild að Náttúrustofu Vestfjarða: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Strandabyggð.

Í skýrslu forstöðumanns segir meðal annars: "(...) Starf náttúrustofunnar gekk líka vel á árinu 2016 og er reksturinn áfram jákvæður. (...) Mikill tími fór í öflun upplýsinga varðandi lög og reglugerðir um fiskeldi en það verkefnasvið er að taka miklum breytingum um þessar mundir þegar umfang greinarinnar fer ört vaxandi. Verkefni fyrir Vegagerðina voru umfangsmikil en rannsóknir í tenglsum við vegaframkvæmdir frá Þórskafirði að Skálanesi annarsvegar og í tengslum við vegaframkvæmdir um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg hinsvegar, var stór þáttur af verkefnum stofunar þetta árið. (...)".

 Hægt er að skoða skýrsluna hér: Náttúrustofa Vestfjarða. Ársskýrsla 2016

Įrsskżrsla 2016

Į dögunum kom śt įrsskżrsla Nįttśrustofunnar fyrir įriš 2016. Hana mį nįlgast hér.

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is